Námskeið sem eflir þjónustuhæfni hjá þínu starfsfólki. Þjónustunámskeið er eitt af þeim námskeiðum sem þurfa alltaf að vera reglulega og minna á mikilvægi þess að efla þjónustustig fyrirtækisins. Góð þjónusta er eitt helsta vopn fyrirtækja á samkeppnismarkaði í dag.


Áður en námskeiðið hefst, er tekin könnun á starfsfólkið og metið hvernig hæfni og þekkingarþættir sem snúa að góðri þjónustuhæfni koma út fyrir heildina og niður á einstaklinga.


Námskeiðið er sett saman miðað við niðurstöður heildarinnar en einnig einstaklinga svo að þjálfunin verður mun einstaklingsmiðaðri og getur hver starfsmaður unnið með þann hæfniþátt sem þarf að efla.


Á þessu námskeiði er farið yflir þá helstu þjónustuþætti sem þurfa að vera til staðar til að viðskiptavinur okkar gangi sáttur út, komi aftur og mæli með okkur. Þeir þjónustuþættir sem m.a verður farið yfir eru:


  • Þarfagreining 
  • Við erum jafn ólík og við erum mörg – hvernig á að nálgast fólk
  • Söluhæfni
  • HAngry – viðskiptavinir
  • Okkar túlkun á góðri þjónustu



Að námskeiðinu loknu er aftur tekin könnun til að sjá hvort þekking og hæfni í þjónustu hefur aukist og þá fær starfólk einnig upplýsingar um hvaða hæfniþætti það getur lagt áherslu á til að efla sig enn frekar. Hægt er að beintengja niðurstöður við námskeið innan eða utan fræðslukerfis hjá fyrirtækinu eða stofnuninni ef óskað er eftir því.


Einnig mælum við með að fyrirtæki fylgist með hvort að það verði aukning á þjónustu eftir að námskeiði lýkur og vinni að markmiðum með sínu starfsfólki. T.d. með því að fara af stað með hulduheimsóknir, fylgjast með skorum á tripadvisor eða annað.


Lengd námskeiðs 1.5 klst


Verð á námskeiði 120.000 kr. Verð á tengingu við námskeið innan eða utan kerfis ( fer eftir fjölda starfsmanna ) Innifalið í verði er hæfnikönnun fyrir og eftir námskeiðið sem og námskeiðið sjálft. Við minnum á að starfsmenntasjóðir styrkja námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir allt upp í 90% af heildarverði námskeiða.



Námskeiðið er kennt bæði á ensku og íslensku.

Hafðu samband

Share by: