Er starfsfólkið þitt að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur, taka við nýrri stöðu eða vill enn frekar efla sig sem vaktstjórar? Þá er þetta námskeiðið fyrir ykkur.


Að byrja sinn feril sem stjórnandi getur verið krefjandi og er oft vöntun á verkfærum til að bregðast við því sem kemur á borð stjórnandans. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að styrkja stjórnendur sem eru að hefja sinn stjórnendaferil eða taka við vakstjórastöðu innan fyrirtækisins og veita þeim verkfæri og góð ráð til að nýta í starfi.


Áður en námskeiðið hefst, tekur stjórnandinn könnun og metið er hvernig hæfni og þekkingarþættir sem snúa að vakstjórahæfni koma út. Stjórnandi fær sínar niðurstöður í hendurnar og getur séð hvaða hæfiþætti hann þarf að auka hjá sér svo að þjálfunin verður mun einstaklingsmiðaðri og getur hver stjórnandi unnið með þann hæfniþátt sem þarf að efla.


Á þessu námskeiði er farið yfir þá helstu hæfniþætti vakstjóra sem þurfa að vera til staðar til að bæta teymið, reksturinn og efla þjónustuna.


Mannauðsmál

  • Sterkur stjórnandi- sjálfþekking
  • Samskipti – að taka á erfiðum málum
  • Að motivera teymið sitt
  • Eftirfylgni og endurgjöf
  • Eftir höfðinu dansa limirnir


Rekstur

  • Starfsmannakostnaður
  • Að halda tímum innan marka
  • Að raða á vaktir
  • Vörukostnaður


Þjónusta

  • Þarfagreining
  • Söluhæfni
  • Okkar túlkun á góðri þjónustu


Að námskeiðinu loknu er aftur tekin könnun til að sjá hvort hæfniþættir sem snúa að vakstjóra hafa aukist og þá fær starfsmaður einnig upplýsingar á hvaða hæfniþætti hann getur lagt áherslu á næst ef hann vill efla sig enn frekar. Hægt er að beintengja niðurstöður við námskeið innan eða utan fræðslukerfis hjá fyrirtækinu eða stofnuninni ef óskað er eftir því.


Lengd námskeiðs 2 klst


Verð á námskeiði 150.000 kr. Verð á tengingu við námskeið innan eða utan kerfis ( fer eftir fjölda starfsmanna ) Innifalið í verði er hæfnikönnun fyrir og eftir námskeiðið sem og námskeiðið sjálft. Við minnum á að starfsmenntasjóðir styrkja námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir allt upp í 90% af heildarverði námskeiða.


Námskeiðið er kennt bæði á ensku og íslensku.

Hafðu samband

Share by: