Eftir að niðurstöður frá greiningartóli Effect hafa birst í mælaborði má nýta niðurstöður ekki eingöngu til að aðlaga fræðsluþörf í rauntíma heldur eru niðurstöður einnig nýttar í starfsþróunarsamtölum.


Þá getur starfsmaður i samtali við sinn stjórnanda farið yfir niðurstöður og sett sér fræðslumarkmið fyrir næstu mælingar.


Þar sem verið er að vinna með raungögn og þau svör sem starfsmaður hefur svarað eftir bestu getur skiptir miklu máli að nálgast svona starfsþróunarsamtöl á árangursríkan hátt. Við hjá Effect höfum þróað námskeið þar sem við leiðbeinum stjórnendum hvernig taka má markviss starfsþróunarsamtöl og nýta til þess gögnin sem koma út úr greiningunni.



Lengd námskeiðs er 1 klst.


Verð í námskeið er 85.000 kr. Við minnum á að starfsmenntasjóðir styrkja námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir allt upp í 90% af heildarverði námskeiða.

Starfsfólki eru einnig sýndar niðurstöður rannsóknar þar sem gerð var tilraun á því hversu mikil sala tapast ef viðskiptavinum er ekki boðin varan, t.d má bjóða ykkur meira að drekka eða þess háttar.


Að námskeiðinu loknu er aftur tekin könnun til að sjá hvort þekking og hæfni í sölu hefur aukist og þá fær starfsfólk einnig upplýsingar um hvaða hæfniþætti það getur lagt áherslu á til að efla sig enn frekar. Hægt er að beintengja niðurstöður við námskeið innan eða utan fræðslukerfis hjá fyrirtækinu eða stofnuninni.


Einnig mælum við með að fyrirtæki fylgist með hvort að það verði aukning á sölu eftir að námskeiði lýkur og vinni að markmiðum með sínu starfsfólki.


Lengd námskeiðs 1.5 klst


Verð á námskeiði 120.000 kr. Verð á tengingu við námskeið innan eða utan kerfis ( fer eftir fjölda starfsmanna ) Innifalið í verði er hæfnikönnun fyrir og eftir námskeiðið sem og námskeiðið sjálft. Við minnum á að starfsmenntasjóðir styrkja námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir allt upp í 90% af heildarverði námskeiða.



Námskeiðið er kennt bæði á ensku og íslensku.

Hafðu samband

Share by: