Fræðslustjóri
að láni
Verkefnið byggist á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins.
Eva Karen er einn af þeim ráðgjöfum á Íslandi sem er viðurkenndur fræðslustjóri að lánum hjá starfsmenntasjóðunum og hefur starfað sem slíkur síðan 2016.
Nánar má lesa um Fræðslustjóri að láni verkefnið hér
Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu ef aðild starfsmanna fyrirtækisins að sjóðunum sem standa að Áttinni er 75% eða meiri.
Fræðslustjóri
að leigu
Fyrirtæki og stofnanir eru jafn misjöfn og þau eru mörg og af mörgum stærðargráðum. Ekki hafa allir vinnustaðir tök á því að vera með fræðslustjóra í fullu starfi en vilja samt hafa fræðslumálin í föstum
skorðum og á ábyrgð fræðslustjóra með reynslu. Þá komum við hjá Effect sterk inn og verðum fræðslustjórar til leigu til lengri eða skemmri tíma. Endilega hafðu samband ( tengja þangað inn) til að fá nánari upplýsingar.