FRÆÐSLA OG ÞJÁLFUN
Effect býður fyrirtækjum og stofnunum upp á ýmis námskeið. Listinn er langt frá því að vera tæmandi þar sem oft koma upp námskeið við greiningu sem við bregðumst við hverju sinni.
Stjórnenda þjálfun
Eftir höfðinu dansa limirnir og því skiptir miklu máli að halda þétt utan um þjálfun stjórnenda innan fyrirtækis og stofnanna. Effect er alltaf að efla sína stjórnendapakka og nýtir einnig Effect greininingartólið við stjórnendaþjálfunina.
Stjórnendur hefja sína vegferð á því að fara í gegnum greiningartólið sem gefur okkur mynd á hvernig stjórnendateymið er samansett og er þá m.a. litið til hæfni, styrkleika og fleiri þátta. Gögnin gefa okkur skýra mynd hvaða þjálfu og fræðslu þarf að leggja áherslu á til að styrkja teymið enn betur.
Fyrirtækið/stofnunin fær uppsetta fræðsluáætlun fyrir stjórnendur sem Effect getur aðstoðað við að framfylgja. Teknar eru svo mælingar aftur með reglulegu millibili til að sjá árangur þeirra þjálfunar og fræðslu sem verið er að fjárfesta í.
Stjórnendur vinna að einstaklingsmiðuðum markmiðum og fá verkfæri til að sjá hvar þeir standa og hvað gangist þeim í sinni fræðsluvegferð.
Effect bíður einnig upp á námskeið og handleiðslu fyrir stjórnendur.
Að nýta aðferðafræði Coaching sem stjórnandi
Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu aðferðafræði coaching og hvernig nýta megi það í daglegu starfi stjórnenda. Eftir námskeiðið hafa stjórnendur fengið tól í hendurnar til að nýta strax með sínu starfsfólki.
Námskeiðið skiptist í fjóra hluta:
A.
Sjálfsþekking
þá er skoðað hversu miklu máli skiptir að skoða sjálfan sig sem stjórnanda áður en við förum að vinna með aðra.
B.
Samskipti
Þá skoðum við hvernig eflum við til góðra samskipta, hver er tæknin og hvernig höldum við þeim.
C.
Motivation / drifkraftur
Þá skoðum við hvernig eflum við til góðra samskipta, hver er tæknin og hvernig höldum við þeim.
D.
Aðgerðir
Þá skoðum við hvernig getum við stuðlað að því að verkefnin skili sér og drifkrafturinn haldist út verkið hjá okkar fólki.
Öll viljum við hafa starfsfólk sem sýnir sjálfstæði og frumkvæði í starfi, hefur orku og gleðina í fyrirrúmi en þeir hlutir gerast ekki af sjálfum sér. En það hefur löngum synt sig að þeir sem hafa einna mest áhrif á að vel takist að efla teymið eru stjórnendur. Því skiptir gríðarlega miklu máli að stjórnendur tileinki sér réttu tæknina og hafa alltaf áhuga á að efla sig og bæta við sig þekkingu í mannlegri hæfni.
Þjónustunámskeið – hefur þú efni á að veita slæma þjónustu
Það er draumur hvers fyrirtækis að hafa vel þjálfað starfsfólk sem veitir viðskiptavinum sínum frábæra þjónustuupplifun. Starfsfólk með drifkraft, tekur hverjum vinnudegi fagnandi og leggur sitt af mörkum við að fylgja fyrirtækinu inn í framtíðina.
Á þessu námskeiði færðu að kynnast þeim helstu þáttum sem mikilvægt er að huga að þegar kemur að því að veita þjónustu sem skilar þínu fyrirtæki auknum arði.
Markmið námskeiðsins er að þú fáir betri innsýn í hvernig efla megi sölu í þínu fyrirtæki að þú takir með þér verkfæri og leiðir við að efla sölu og þjónustu enn betur í þínu fyrirtæki.
Markþjálfun fyrir starfsfólk og stjórnendur
Effect býður upp á markþjálfunarsamtöl fyrir stjórnendur og starfsmenn. Unnið er í samstarfi við fyrirtæki að uppsetningu og fjölda viðtala. Viðtölin fara fram innan fyrirtækisins eða stofnanarinnar.