Niðurstöður úr hæfnigreiningum stjórnenda sína að mannauðsmál eru ein af helstu áskorunum stjórnenda í dag. Að ná að efla og leiða teymið að þeim markmiðum sem sett hafa verið en auk þess að ná að vinna vel og skila af sér eigin verkefnum á réttum tíma. Á námskeiðinu er stjórnendum gefin verkfæri til að efla eigin stjórnendahæfni og ná aukinni færni í mannauðstengdum málum.


Áður en námskeiðið hefst, tekur stjórnandinn hæfnigreiningu og er þá metið hvernig hæfni og þekking sem snúa að stjórnendahæfni kemur út. Stjórnandi fær sínar niðurstöður og getur séð hvaða hæfiþætti hann þarf að auka hjá sér svo að þjálfunin verður mun einstaklingsmiðaðri og getur hver stjórnandi unnið með þann hæfniþátt sem hann þarf að efla.


Námskeiðinu er skipt upp í fjóra flokka

  • Sjálfsþekking
  • Samskipti
  • Drifkraftur(motivation)
  • Eftifylgni og endurgjöf



Lengd námskeiðs er 1.5 klst og kostar námskeiðið 150.000 kr.


Eins bjóðum við upp á 4 x vinnustofur tengdar námskeiðinu. Þá er fyrst fyrirlestur og svo er hver vinnustofa með áherslur á hvern flokk. Sjálfsþekking, samskipti, drifkraftur og eftirfylgni og endurgjöf. Hver vinnustofa tekur um 1,5 klst og eru unnin verkefni tengd hverri vinnustofu sem og stjórnendur fá heimavinnu á milli námskeiða til að æfa hæfniþættina í daglegu starfi.


Mælt er með að a.m.k. vika líði á milli vinnustofa.


Að námskeiðinu loknu er aftur tekin könnun til að sjá hvort hæfniþættir sem snúa að stjórnandanum hafi aukist og þá fær stjórnandi einnig upplýsingar á hvaða hæfniþætti viðkomandi getur lagt áherslu á næst til að efla sig enn frekar. Hægt er að beintengja niðurstöður við námskeið innan eða utan fræðslukerfis hjá fyrirtækinu eða stofnuninni ef óskað er eftir því.



Verð á námskeiði með vinnustofu er 254.000 kr. Verð á tengingu við námskeið innan eða utan kerfis ( fer eftir fjölda starfsmanna ) Innifalið í verði er hæfnikönnun fyrir og eftir námskeiðið sem og námskeiðið sjálft. Við minnum á að starfsmenntasjóðir styrkja námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir allt upp í 90% af heildarverði námskeiða.

Hafðu samband

Share by: